Hvað á að gera við blómin?

Varstu að fá afskorin blóm / blómvönd og veist ekki hvað þú átt að gera við þau? Hérna eru nokkrar tillögur!

1. Hirtu vel um þau: Komdu þeim í vatn eins fljótt og mögulegt er. Ef þú átt ekki blómavasa gæti stórt glas eða flaska mögulega dugað. Settu það mikið vatn að allir stönglar séu á kafi í vatni en ekki það mikið að vatnið fari yfir blöðin á blómunum. Venjulega dugar að fylla ca 1/3 af blómavasanum. Ef blómanæring fylgir með opnaðu pakkann og helltu innihaldinu í vatnið. Til að lengja líftíma blómanna er gott að fjarlægja jafnóðum öll blöð sem að falla í vatnið og skipta um vatn og klippa örlítið neðan af stilkunum á nokkra daga fresti.

2. Finndu rétta staðinn fyrir þau: Veldu stað sem gerir þér og öðrum kleift að njóta blómanna sem mest en gott er að huga einnig að stað sem gerir blómunum kleift að lifa lengur, þá helst í burtu frá hitagjöfum og beinu sólarljósi.

3. Njóttu blómanna: Taktu stutta stund til að njóta litanna, lyktarinnar og forms blómanna.

4. Þakkaðu fyrir hugulsemi þess sem sendi þér blómin og láttu viðkomandi vita hversu mikla gleði sendingin hefur fært þér.

5. Deildu gleðinni! Taktu mynd af blómunum, póstaðu á samfélagsmiðla og taggaðu okkur @reykjavikurblom