Fyrirtækjaþjónusta
Verandi staðsett á suðupunkti fyrirtækjamenningar á Íslandi, þá leggjum mikið upp úr því að þjónusta fyrirtæki og stofnanir á sem bestan hátt. Hvort sem það eru afmælis- eða samúðarvendir fyrir starfsmenn, púlt- og borðskreytingar fyrir viðburði eða blóm í vasa til að lífga upp á vinnustaðinn þá erum við til þjónustu reiðubúin. Einnig erum við opin fyrir margs konar samstarfi.
Við bjóðum fyrirtækjum upp á reikningsviðskipti.
 Fyrir nánari upplýsingar eða til að óska eftir reikningsviðskiptum er best að senda tölvupóst á skrifstofa@blom.is
---------------------------------------------------------------------
Til að leggja inn pöntun er best að panta í gegnum vefverslunina. Ef þú lendir í vandræðum má senda póst á blom@blom.is
Þegar kemur að því að panta í vefverslun er ferlið fyrir fyrirtæki nokkurnveginn það sama og fyrir einstaklinga en það er tvennt sem þarf að hafa í huga.
1. Þegar kemur að Greiðslu í pantanaferlinu skal velja ,,Millifærsla'' ef óskað er eftir að setja í reikning.
2. Þar fyrir neðan, í ,,Upplýsingar greiðanda'' skal setja inn kennitölu fyrirtækisins í ,,Kennitölu'' reitinn. Ekki skrifa neitt annað í þennan reit því að upplýsingarnar úr honum eru notaðar til að sækja upplýsingar um fyrirtækið í Þjóðskrá og út frá þeim er reikningurinn gerður.


