Um okkur

logo Blóm.is er rekið af Sjafnarblóm sem er falleg blóma-og gjafavöruverslun í hjarta Selfossbæjar. Hún er staðsett að Austurvegi 21, í gömlu 3ja hæða húsi á móti Landsbankanum.

Ásamt því að vera ávallt með úrval af ferskum blómum erum við með fallega gjafavöru. Við bjóðum upp á skreytingar við öll tækifæri, s.s. skírnir, fermingar, afmæli, útskriftir, brúðkaup, jarðarfarir o.fl. Fallega blómvendi og skreytingar eigum við ávallt á lager.